Í gær fóru fram tveir leikir í Símadeildinni en fjórðu umferð lýkur í kvöld með leik Fylkis og Fram í Árbænum kl.19:15. Fyrir leikina í gær spáði ég í úrslitin og náði að tippa á rétt úrslit úr leik KR og KA, 2-0. Leikur Þórs og Keflavíkur fór 1-1 en ég hafði spáð 2-2.
Keflvíkingar náðu forystunni gegn Þór á Akureyri. Magnús Þorsteinsson skoraði markið á 16. mínútu. Atli Rúnarsson hélt ekki boltanum eftir skot Þórarins Kristjánssonar og Magnús var fljótur að átta sig og skoraði af stuttu færi. Orri Freyr Hjaltalín jafnaði metin fyrir Þórsara og tveimur mínútum síðar var flautað til leiksloka. Margir spáðu því að þessi lið myndu vera í botnbaráttunni en þau hafa sýnt það að þau eru með skemmtilegan mannskap og geta verið fyrir ofan miðju í sumar.
Í Frostaskjólinu léku KR og KA. KR-ingar komust yfir 1-0 og skoraði Sigurður Ragnar Eyjólfsson markið á 39. með skalla eftir frábæran undirbúning Einars Þórs Daníelssonar. Markið kom nokkuð gegn gangi leiksins því KA-menn voru sterkari í byrjun og fengu þrjú mjög góð marktækifæri áður en KR skoraði. Einar Þór Daníelsson kom svo KR-ingum í 2-0 á 56. mínútu. Hann fékk góða sendingu inn fyrir vörnina og skoraði með föstu skoti úr vítateignum sem Þórður Þórðarson, markvörður KA, átti ekki möguleika á að verja. Markið stórglæsilegt og frábærir taktar hjá Einari. KR er með eitt besta liðið á landinu um þessar mundir, það er nokkuð ljóst. Góður 2-0 sigur.
Þór - Keflavík 1-1
0-1 Magnús Þorsteinsson
1-1 Orri Hjaltalín
KR - KA 2-0
1-0 Sigurður Ragnar Eyjólfsson
1-1 Einar Þór Daníelsson