
Grindvíkingar eru að komast á gott skrið eftir 3-0 sigurinn á ÍA í seinustu umferð. Í dag unnu þeir síðan ÍBV á heimavelli sínum 3-2. Eftir þetta er Grindavík sem stendur í efsta sætinu með 8 stig. Grétar Ólafur Hjartarson skoraði fyrsta markið fyrir Grindavík á 15. mínútu og var þetta fjórða mark hans á tímabilinu. Tómas Ingi Tómasson svaraði um hæl tveimur mínútum síðar, er hann skoraði yfir Albert Sævarsson. Scott Ramsey átti heiðurinn að öðru marki Grindvíkinga er hann lék á nokkra varnarmenn ÍBV, og gaf á Paul McShane sem skoraði, 2-1 á 59. mínútu. Mikill heppnis-stimpill var af markinu og var Bjarni Jóhannsson óragur við að viðurkenna það eftir leikinn. Óli Stefán Flóventsson skoraði af stuttu færi eftir að hafa tekið frákast eftir markvörslu Birkis Kristinssonar á 70. mínútu. Undir lok leiksins skoraði svo Gunnar Heiðar Þorvaldsson og minnkaði muninn fyrir ÍBV, en það dugði ekki og Grindvíkingar unnu öll stigin. Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV, sagði að lélegur völlur Grindvíkinga hefði ráðið úrslitum en hægt væri að kenna honum um tvö mörk heimamanna. Hann skildi ekki af hverju varavöllurinn hefði ekki verið notaður þar sem hann væri mun betri. Bjarni vildi ekki taka 100% undir þetta og benti á að Grindavík hefði verið mun sterkari í leiknum.
ÍA - FH 0-0
Grindavík - ÍBV 3-2
1-0 Grétar Hjartarsson
1-1 Tómas Ingi Tómasson
2-1 Paul McShane
3-1 Óli Stefán Flóventsson
3-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Spá mín um úrslit í næstu leikjum
Þór - Keflavík, sunnudag kl.19:15:
Keflavík hefur komið á óvart í byrjun móts. Kjartan Másson kann að stjórna þessu liði og þeir eiga eftir að sýna góðan leik á Akureyri. En Þór er með góða framherja og spái ég hér jafntefli 2-2.
KR - KA, sunnudag kl.19:15:
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn. KR-ingar eru með rosalega góðan hóp leikmanna, mun betri en í fyrra. Eru líklegir Íslandsmeistarar, sama hvað Willum segir eiga eftir að taka KA 2-0.
Fylkir - Fram, mánudag kl.19:15:
Ég spái miklum baráttuleik milli þessara liða þar sem markverðirnir, Gunnar og Kjartan, verða í aðalhlutverkum. Stórmeistarajafntefli 0-0!