
Þessi kaup koma mér eilítið á óvart því að það er ekki langt síðan Houllier lofaði því að keypt yrði “stórt nafn” sóknarmaður í sumar. Ekki það að ég hafi eitthvað lítið álit á Diouf þá er hann bara ekki neitt sérstaklega “stórt nafn”.
Diouf er 3 leikmaðurinn sem Houllier kaupir í sumar og eru nú flestir farnir að velta fyrir sér hvaða leikmenn fari frá Liverpool núna í sumar, því að líklega verður bara einn leikmaður enn keyptur og það mun líklega vera varnarmaður.