Mér fannst vera einn galli á síðustu leiktíð í ítalska boltanum, þið tókuð örugglega eftir því hvað sjónvarps leikirnir voru bara með stærstu liðunum, mér þætti gaman ef á næstu leiktíð yrði sýnt frá bikarkeppninni á sýn og ekki bara leiki með efstu liðunum heldur kannski að sýna: Perugia - Udinese eða einhvað þannig.
Eins og margir vita er Nakata á leiðinni frá Parma, lílega til Englands og munu Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal berjast um kappann, líklega fer hann til Chelsea.
Jorgensen er að öllum líkindum á leiðinni frá Udinese til minna manna í Inter og verður spennandi að sjá hann spila í búningi Inter mann á næstu leiktíð.
Modena, Como, Empoli og Reggina eru komin upp í Serie A í staðin fyrir Venezia, Fiorentina, Lecce og Verona.
Roberto Mancini, nýr stjóri Lazio hefur augastað á Matteo Sereni markmanni Ipswich Town og er talið líklegt að Ipswich vilji selja kauða.
Takk fyrir mig og áfram Inte