Í gær fór fram fyrsti opinberi knattspyrnuleikurinn á Laugardalsvellinum þessa leiktíðina. 600 áhorfendur mættu á leik Fram og ÍBV og sáu Birki Kristinsson, markvörð ÍBV, fara á kostum. Hann varði eins og berserkur og geta Eyjamenn þakkað þessum fyrrum leikmanni Fram fyrir stigin sem liðið vann í gær. Gestirnir komust yfir með marki frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni eftir frábæran undirbúning. Markahrókurinn Ásmundur Arnarsson tók svo boltann á brjóstið og skoraði rétt fyrir hálfleik. Framarar voru mun betri í leiknum, en það er ekki spurt að því í fótboltanum. Þeir fengu til dæmis 14 hornspyrnur í leiknum á móti 2 sem ÍBV fékk. Atli Jóhannson kom boltanum í netið á 53.mínútu eftir mikinn barning og gestirnir komnir aftur yfir. Eftir þetta sýndu Framarar oft á tíðum skemmtileg tilþrif og sóttu mun meira en án árangurs. ÍBV hefur sterka vörn og besta markvörð landsins og náðu í öll stigin í gær.
Fram – ÍBV 1-2
0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (12)
1-2 Ásmundur Arnarsson (42)
1-3 Atli Jóhannsson (53)