Sælir Hugabræður - alltof langt síðan síðast.
Nú þegar tímabilið er að baki, og Milan sluppu inn í forkeppni CL með sterkum endaspretti :D , þá fer kjaftamyllan á fullt í kringum stóru klúbbana og gaman að slappa af yfir slúðrinu á meðan maður bíður spenntur eftir HM. Ég set hér á eftir helstu kjaftasögurnar úr ítölsku pressunni, ykkur til gagns og gamans. Samantektin er unnin uppúr La Gazzetta Dello Sport, Tuttosport og Corriere Del Sport.
Fyrst er að nefna vörnina. Argentínumaðurinn Fabriccio Coloccini, sem var í láni hjá Alaves, verður í láni á Spáni áfram næsta tímabil, en nú hjá Atletico Madrid. Nú, þá virðist æ líklegra að Jaap Stam komi til liðsins, og ekki bara hann því Cannavaro er víst líka að koma (djúsí slúður, maður!). Juve ætla frekar að reyna að krækja í Alessandro Nesta, og Thuram fer víst til Man Utd.
Á miðjunni er það svo Clarence Seedorf sem ætlar að slást í rauðsvarta hópinn. Hann kemur frá Internazionale í skiptum fyrir Francesco Coco - að því gefnu að Barcelona nýti sér ekki kaupréttinn á honum. Þeir hafa frest fram á laugardag til að kaupa hann. Eitthvað virðast topparnir hjá liðinu vera farnir að efast um að AC Milan sé “rétta” liðið fyrir Manuel Rui Costa. Great, eins og AC var ekki rétta liðið fyrir Edgar Davids; og hvernig fór það?!? Hann fór til Juventus og briiiilleraði. Nú munu svaðaleg býtti vera á teikniborðinu, nefnilega Rui Costa fyrir Del Piero!!! Verður gaman að fylgjast með þessu máli…
Í framlínunni er það helst að frétta að Javi Moreno hefur verið seldur til Atletico Madrid, reynt verður að lána Vitalij Kutuzov til einhvers minni liðs til að safna reynslu á piltinn, Valencia eru við það að kaupa José Mari - og Simone Inzaghi dettur inn hjá okkur any second now.
Þar hafið þið það. Takið bölvi og ragni rólega, þetta er meira hugsað til gamans og ég er fyrstur til að segja “smugan að þetta gangi allt upp!”. En sjáum til hvað gerist eftir HM.
Ciao - Forza Milan