
Skotinn Neil McGowan, sem genginn er til liðs við KA, var ekki í liðinu gegn Fylki í Árbænum í dag. Björn Viðar Ásbjörnsson kom Fylki yfir á 39. mínútu, eftir hornspyrnu. Kristján Örn Sigurðsson jafnaði fyrir KA á lokasekúndu fyrri hálfleiks með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu frá Dean Martin. Seinni hálfleikur var tíðindalítill og niðurstaðan því jafntefli 1-1.
Þór og FH skildu jöfn, 4-4, í bráðfjörugum. Orri Freyr Hjaltalín braut ísinn fyrir Þór á 11.mínútu eftir undirbúning Jóhanns Þórhallssonar. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson lék upp völlinn nokkrum mínútum síðar og þrumaði boltanum í þverslá og inn af 32 metra færi. Jóhann Þórhallsson skoraði svo tvö mörk með stuttu millibili og kom Þórsurum í 3-1. Næstu þrjú mörk komu svo frá FH. Guðmundur Sævarsson, Jón Þ. Stefánsson og Jóhann G. Möller skoruðu og komu FH yfir 3-4. Mark Jóns var sérlega glæsilegt, skot í þverslá og inn af 35 metra færi. Aðeins rólegra var yfir markaskorun í seinni hálfleiknum. Jóhann Þórhallsson jafnaði fyrir Þór á 53. mínútu og innsiglaði þar með þrennu sína og tryggði Þór stigið.
Grindavík tók á móti Fram í leik sem var víst ekki mikið augnakonfekt. Gestur Gylfason var í byrjunarliðinu hjá Grindavík en hann fékk félagaskipti þangað frá Hjörring í Danmörku í gær. Framherjinn Kristján Brooks kom hinsvegar ekkert við sögu en hann er nýgenginn til liðs við Fram. Guðmundur Bjarnason skoraði eftir hornspyrnu frá Scott Ramsey, með hörkuskoti af markteig, á 3. mínútu og heimamenn komnir með forystu. Þorbjörn Atli Sveinsson jafnaði 30. mínútu eftir vel útfærða sókn. Ómar Hákonarson átti góða fyrirgjöf á Þorbjörn Atla sem skoraði af stuttu færi. Úrslitin 1-1 í leik þar sem spilamennska Grindvíkinga olli miklum vonbrigðum.
ÍBV átti sinn fyrsta heimaleik gegn Keflavík. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ÍBV yfir á 15. mínútu eftir sendingu frá Bjarnólfi Lárussyni. Þórarinn Kristjánsson jafnaði fyrir Keflavík á 42. mínútu með skalla eftir sendingu Adolfs Sveinssonar. Guðmundur Steinarsson fékk langa sendingu innfyrir vörn ÍBV á 81. mínútu, frá Jóhanni Benediktssyni, og skoraði með glæsilegu skoti í markhornið niðri. Mikilvægur sigur fyrir Keflvíkinga 1-2.
KR - ÍA 3-1
1-0 Sigurvin Ólafsson
RAUTT Hjálmur Hjálmsson (ÍA)
2-0 Sigurvin Ólafsson
2-1 Ellert Jón Björnsson
3-1 Sjálfsmark
Fylkir - KA 1-1
1-0 Björn Viðar Ásbjörnsson
1-1 Kristján Örn Sigurðsson
Þór - FH 4-4
1-0 Orri Hjaltalín
1-1 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson
2-1 Jóhann Þórhallsson
3-1 Jóhann Þórhallsson
3-2 Guðmundur Sævarsson
3-3 Jón Þ. Stefánsson
3-4 Jóhann G. Möller
4-4 Jóhann Þórhallsson
Grindavík - Fram 1-1
1-0 Guðmundur Bjarnason
1-1 Þorbjörn Atli Sveinsson
ÍBV - Keflavík 1-2
1-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson
1-1 Þórarinn Kristjánsson
1-2 Guðmundur Steinarsson