Á síðasta mánudag kom sumarið loksins því að það var annar í hvítasunnu og ágæt veður þannig að maður á kvað að skella sér á völlinn klukkan 17.00 á KR-Grindavík sem varð mjög skemmtilegur leikur. Um leið og Rauða ljónið kom hlaupandi inná völlinn vissi ég að sumarið var komið og ég fyllstist strax af spennu. Leikurinn byrjaði ekkert alltof vel fyrir okkur KR-ing því að Grétar Hjartarson féll við í teignum en það var ekki að sjá að einhver hafði hrint honum heldur aðeins aumingja skaður og því ekkert dæmt og strax eftir það bjargapi KR aftu á marklínu en strax eftir það komat Einsi Dan í mjög gott færin en missti boltan of langt frá sér eftir að hafa komist einn í gegn og náði ekki nógu góðu skoti og Atli varði frá honum. En svo kom mark Grindvíkinga. Þetta var skot frá Paul Mcshane og það lenti í Hægra vinklinum og að mér sýndist að það fór aftur út en var greinlega inni. Stúkan sem var full af KRingum, en það mættur um 1900 manns á völlin, fraus og maður heyrði hvíslið á milli manna (var þetta mark???) en svo tókum við aftur við okkur og hvöttum okkar menn til dáða sem virkaði alveg því að KR-ingar héldu áfram af fullum krafti og á 15 mín átti t.d. Siggi Raggi gott skot þó hann hafi ekki náð að skora en eftir 10 mín enn náði Sigurvin góðu skoti utan við vítateiginn sem fór beint í mark. Fögnuðurinn stóð þó ekki lengi því eftir um eina tilk tvæt mín var dæmd ´vítaspyrna á KR sem grindvíkingar skoruðu ú r og var þá staðan 2:1 til hálfleiks. Í byrjun seinni hálfleiks komust Grindvíkingar varla yfir miðju og voru þetta bara sóknir KR en boltinn vildi ekki inn fyrr en á 70. mín og þá skoraði Siggiraggi með fallaegt mark eftir misheppnað skot/fyrirgjöf Einsa. Eftir þetta var eins og grindvíkingar gáfust upp eða eitthvað en allvega var eins og það væri bara eitt lið á vellinum, KR! Þrátt fyrir það vildi Boltinn ekki inn og Lokastöður urðu 2:2. Samt var þetta góður leikur og góð skemmtun þótt þetta hafði aðeins verið jafntefli.
Leikur KR:ÍA var einnig mjög skemtilegur og auðvitað enn skemmtilegri enn Grindavíkur enda endaði þessi með sigri. Maður varð samt dálítið hræddur á fyrstu mínútunnum eda sóttu ÍA menn látlaust eins og með stangarskotið. Stjáni þurfti líka að haf sig allan við að verja skot Grétars Rafns. en eftir um hálftíma leikog mikið af góðum færum skoraði Sigurvin fyrir KRingana og við þetta var eins og ÍA menn misstu móðinn því að það er ekki hægt að segja að þeir hafi eátt neinn góð skot eftir þetta í þessum hálfleik. Við heimtuðum vítaspyrnu þegar Einar Þór Daníelsson féll við í teignum og var ekki aðnnað að sjá en að sú krafa væri réttmæt en Eyjólfur Ólafsson dómari var ekki á sama máli.
Staðan í hálfleik var því 1:0.
Seinni hálfleikur byrjaði rólega en á sjötugustu mín var Hjálmar Hjálmarsson rekinn útaf eftir afar gróft brot á Einsa. Hann var altaof seinn að stökkva upp í boltan og stökk því bara á bakið í Einsa. KR nýtti þetta svo og komst í 2:0 eftir fallegt mark en svo slökuðum við aðeins of mikið á og Skagamenn svöruð fyrir sig og staðan var 2:1.Rétt fyrir leikslok skoraði einn varnarmanna gestanna sjálfsmark og þar með voru úrslit leiksins ráðin.
Að lokum vil ég spurja þá sem spáði KR-ingum falli hvernig þeir fengu það út?því KR er með góðan mannskap og góðan móral og okkur gengur bara vel=)
Áfram KR=)
Don't take life too seriously… You'll never get out of it alive anyway :)