Lee Bowyer hefur afþakkað nýjan 5 ára samning sem Ridsdale stjórnarformaður Leeds hefur verið að búa til handa honum sl 6 mánuði. Ridsdale varð fremur fúll og skellti honum á sölubásinn og ég er fúll með það. Þeir hjá Teamtalk voru að gefa það í skyn að Glenn Hoddle hjá Tottenham hefði nýlega boðið 19 millur en Fulham og Arsenal munu væntanlega líka slást um drenginn því vitað er að hann langar til London. Þó er vitað að Liverpool og Man City ætla sér í slaginn.
Ég er arfafúll því Bowyer er algjör klassaleikmaður, vinnuhestur og skorar annað slagið. Á líka oft brilljant sendingar eftir að hafa spólað sig í gegn og svo framvegis.
Gæti alveg trúað að hann færi til Arsenal og Ray Parlour kæmi í staðinn, en O´Leary hefur lengi haft augastað á honum.
Annars náði Alan Smith að setja eina mark U-21 árs liðsins, í Evrópukeppni 21 árs landsliða gegn Portúgal í dag. Portúgalir settu þrjú á móti.
Stefan Shcwarz, Lilian Laslanders, Stanislaw Varga og Bernt Haas mega allir finna sér nýtt félag, segir Peter Reid hjá Sunderland, en vill þó slatta af pundum fyrir.
Fjórir aðrir minni spámenn munu líka fara, eitthvað ætlar þetta að ganga illa hjá Reid, þeir rétt sluppu við fall eftir brilljant síson í fyrra.
Eitthvað gengur illa hjá tjallanum að halda heilsu, Dyer fer með hópnum þó ekki sé hann kominn til og nú meiddi Danny Murphy sig á síðustu mínútunum á móti S- Kóreu og getur ekki æft. Tjallinn alveg miður sín en Beckham virðist ætla að vera með svo margir gleðjast.
Kíkti á Ísland (svona eftir leikinn gegn Nojurunum) á teamtalk í kvöld. Ætlaði að fá fréttir en síðasta(fyrsta) frétt var sú að Island færi bráðum að spila við Brasilíu og no 2 að ´Þórður Guðjóns væri kominn í Preston!!!!! Djöfull eru þeir lélegir að öppdeita, helvítis tjallinn.
Bæjó og Lifi Leeds.