Nú nýverið var kosning í hinum ýmsu flokkum, t.d. Leikmaður ársins, Þjálfari ársins og svo var það einn liður sem vakti mestu athygli mína , það var Vitleysingur ársins. Úrslitin í þeim flokki voru : Vitleysingur ársins:
#1 Moussa Dagnogo (KR)
#2 Einar Þór Daníelsson (KR)
Þessi úrslit koma mér nokkuð á óvart, þá sérstaklega að Einsi Dan einn sterkast sóknarmaður deildarinnar sé í 2. sæti. Gaman væri að fá álit þeirra sem kusu á þessum athugunum mínum.
Þegar talað er um vitleysing í þessu tilviki er þá verið að tala um hegðun á leikvelli eða hvað? Af hverju er ekki Grétar í Grindavík þarna frekar í staðinn fyrir Einar? Hann Grétar hrækti nú einu sinni framan í leikmann eða dómara ( eða þjálfara, man ekki alveg). Aldrei hef ég tekið eftir slæmri hegðun Einars á vellinum eða er ég bara svona að misskilja orðið “vitleysingur” í þessu tilviki? Endilega fræðið mig þeir sem kusu og þá af hverju Einar er þarna í öðru sætinu.
Kveðja,
The Snowman