Parma mættu Juventus í úrslitunum og töpuðu fyrri leiknum 2-1 á heimavelli Juve. Seinni leikurinn vannst svo 1-0 og Parma urðu meistarar á marki skoruðu á útivelli! Í fyrri leiknum var það Nakata sem setti markið, í uppbótartíma, og Junior skoraði sigurmarkið í seinni leiknum, eftir hornspyrnu frá Nakata. Markið var víst nokkuð skondið en Junior skaut í ökklann á sjálfum sér og boltinn skoppaði svo í gegnum þvögu leikmanna og inn.
Lið Parma var svona skipað: Claudio Taffarel, Antonio Benarrivo, Roberto Nestor Sensini, Luigi Sartor (Matteo Ferrari, 87), Algelo Jenilson Junior, Diana Stefano Aimo, Sabri Lamouchi, Hidetoshi Nakata (Stephan Appiah, 85), Johan Micoud (Emiliano Bonazzoli, 82), Matias Almeyda, Marco Di Vaio.
Af leikmönnum Parma er það annars að frétta að Di Vaio var markahæstur með 20 mörk og Frey var valinn í útlendingalið deildarinnar.
Fabio Canavaro er mjög líklega á leið frá liðinu eftir 7 farsæl ár. Hann hefur þegar kvatt alla en engin tilboð hafa borist, vonandi fer hann bara ekki neitt!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _