Ég er á þeirri skoðun að enski boltinn sé sýndur of mikið. Og mér finnst vera búið að heilaþvo landann. Það er bara staðreynd að besti/fallegasti/skemmtilegasti fótboltinn í dag er spilaður á spáni og þeir sem sjá það ekki ættu að fá sér einhver lyf við því. Getur einhver sagt mér hvað það eru margir enskir leikmenn sem spila hjá topp liðum í evrópu? á spáni og ítalíu? í þýskalandi?. En öfugt? hvað eru margir útbrunnir útlendingar sem spila á englandi. Batistuta(respect) var að pæla í því að fara kannski til englands þegar hann væri búinn á ítalíu. Vissulega er mikill áhugi á fótbolta í englandi og miklir peningar í umferð. En það er ekki einn einasti leikmaður eins og Zidane, Figo, Rivaldo, Kluivert, Ronaldo og o.s.frv o.s.frv.
Og djöfull væri ég til í að sjá Beckham á ítalíu. Hann yrði svoleiðis dúndraður niður og færi heim vælandi afþví að hann gæti ekki sýnt sig. Því á ítalíu þurfa leikmennirnir að vera góðir við áhorfendur ekki öfugt eins og á englandi.
En þó ætla ég ekki að þvertaka fyrir það að það séu engir góðir leikmenn á englandi. þvert á móti, en hversu margir eru enskir? Sjálfum finnst mér Beckham ofmetinn. Það geta allir bestu leikmenn heims í dag gefið góðar sendingar. En það eru ekki allir svona ógeðslega áberandi eins og hann og peningagráðugir. Kannski er ég einn um þessa skoðun, en það verður bara að hafa það. Og það sem ég vil sjá gerast er að koma meira inn með spænska boltann (jafna þetta aðeins út). Reyndar er ítalski boltinn í mikilli lægð þannig að hann getur bara verið einu sinni í viku.

Eins og í kvöld. Leikur Man.Utd og Arsenal var sýndur en ekki Dortmund Feyenoord. Mér finnst skömm að þessu. Úrslitaleikurinn í evrópukeppni félagsliða lendir undir gegn einhverjum leik á englandi.
Í leiknum á englandi var skorað eitt mark (til hamingju arsenalmenn) en í rotterdam voru skoruð fimm! og eitt rautt spjald. Mér þætti gaman að sjá fótboltaáhangendur taka vel í það ef að Meistaradeild evrópu dytti út fyrir hreinann úrslitaleik í skosku deildinni ! (smá ýkjur, en þið vitið hvert ég er að fara).

Svo svona á miðjum leiktímabilum er kannski Roma-Lazio eða Real og Atletico Madrid en í staðinn er Bolton-Charlton sýndur!

Ég gæti haldið svona áfram í allt kvöld. Og ég þakka þeim sem nenntu virkilega að lesa þetta allt saman.

En hvaða skoðanir hafið þið á þessu… er of mikill enskur bolti?

bragif