Nú er í gangi í Englandi sístækkandi hreyfing aðdáenda sem eru að sameinast gegn ITV-sjónvarpsstöðinni eftir að þeir lýstu sig gjaldþrota. Þeir hafa sem sagt hætt að borga liðunum þann pening sem samið var um en halda samt áfram að sýna leikina. Þetta er náttúrulega rugl og mörg liðanna fara í mjög vond mál á þessu og því er ýmislegt í gangi til að þrýsta á valdhafa innan þeirrar samsteypu sem kaupir stöðina.
Aðdáendur eru að mæta á leiki með “Boycott ITV”(sniðgangið)fána og senda auglýsendum stöðvanna undirskriftir þúsunda fólks sem lofar að horfa ekki á auglýsingarnar hjá þessum stöðvum til að hræða auglýsiendur frá og þannig hræða stöðvarnar til að koma til móts við félögin sem verða að fá umsamda peninga.
Ég hvet alla hér til að skoða síðuna þeirra og sýna þeim stuðning. Því að eins og þeir segja á síðunni: “We must be heard: it is the fans who matter in the game - we are football”.
www.iou-sport.co.uk