Margt bendir nú til að Michael Ricketts sé á förum frá Bolton. Hann segist vera nógu góður til að vera í sterkara félagi. Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá Ricketts eftir frábæra byrjun á tímabilinu og að undanförnu hefur hann vermt varamannabekkinn hjá Bolton. “Ég tel að ég hafi næga hæfileika til að leika hvar sem er en ég get ekki farið nema ég telji það rétt og félagið leyfi. Ef þeir fá rétta tilboðið leyfa þeir mér kannski að fara. Ef einhver býður 10 milljónir selja þeir kannski en ef menn bjóða eina milljón fer ég hvergi. Ég hef átt þokkalegt tímabil, skorað 12 mörk og komist í landsliðið. En ég vil spila og það er ergilegt þegar maður fær það ekki,” sagði Ricketts.

heimildir boltinn.is

Þetta væri betra að gera í byrjun tímabilsins þegar hann var að skora grimmt núna er hann búinn að eiga lala leiki og mér finnst hann eiga ekki skilið að fara í landsliðshópinn frekar en philipps,fowler,vassel(frábær greinilega með landsliðinu)o.f.l. samt finnst mér hann vera langbestur(á eftir náttúrulega guðna)í bolton.En fínn leikmaður mundi gefa honum sirka 7,5 í einkunn
-maniggi irc nick-Hvar a netinu get eg downloadað adsl ??????????????????????????