Phil Thompson segir að Sami Hyypia hafi verið sá eini rétti til að taka við fyrirliðastöðunni eftir að Jamie Redknapp fór frá félaginu og lét þar af leiðandi eftir fyrirliðatignina. Hyypia ætti þó að þekkja aðeins til bandsins, eftir að hafa verið fyrirliði liðsins inná vellinum meirihlutann af tímabilinu. Thompson býst við að Finninn risavaxni eigi eftir að eflast enn meira vegna þess trausts sem fylgir því að vera fyrirliði liðsins númer eitt, hvort sem það er utan eða innan vallar.
“Sami hefur verið í skringilegum aðstæðum síðustu 18 mánuði. Jamie var fyrirliði og Robbie varafyrirliði. Jamie náði sáralítið að spila og Robbie var hluti af róteringar kerfi í sókn liðsins og spilaði því ekki nærri því alltaf. Sami hefur þó alltaf verið sáttur við það að fylla í skarðið.”
“Meira að segja þegar hann var fyrirliði í bikarúrslitaleiknum, þá sá maður aldrei að það væri einhver vandræði uppi vegna þess að þeir voru að skipta með sér fyrirliðahlutverkinu. Það sýndi samhuginn hjá þessu félagi, þegar þeir fóru allir þrír og lyftu bikarnum fræga.”
“Það lá í augum uppi að Sami yrði fyrir valinu núna þegar hinir eru farnir. Hann öskrar ekki og kallar, heldur lætur hlutina gerast hljóðlega og á öruggan hátt. Alan Hansen var mjög svipaður honum. Hann öskraði eiginlega aldrei, en framkoma hans gerði hann að stórkostlegum fyrirliða”.
“Sami hefur allt til brunns að bera til að skila þessu hlutverki vel. Metnaður hans hlýtur nú að vera að lyfta bikar, einn síns liðs sem fyrirliði.”
heimild: liverpool.is