beckam ætlar á hm
David Beckham fyrirliði enska landsliðsins fullyrðir að hann komi til með að leika með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í sumar en viðurkennir að hann komi líklega ekki til með að leika með Man Utd meira á tímabilinu.
Hann sagði MU Tv að hann gerði ráð fyrir að vera tilbúinn eftir sex til átta vikur og að hann hefði meira að segja notað súrefnistjald heima fyrir til að flýta fyrir bata!
Beckham sagði ,,þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin sem ég hef lent í svo að það má í raun segja að ég hafi verið heppinn. Þetta kom bara á slæmum tíma því að það er svo margt stórt á döfinni.
Margir hafa talað um landsliðið, en það er líka slæmt að missa af leikjunum í meistaradeildinni, ég hugsa meira um það þessa stundina.“
Beckham meiddist eftir tæklingu í leiknum gegn Deportivo La Coruna, hann hafði þetta að segja um atvikið.
,,Ég vissi að þetta var slæm tækling, ég fann verkinn, en af því að þetta var aukaspyrna stóð ég upp og sagðist taka hana, en svo steig ég í fótinn og dómarinn sagði mér að fara útaf.
ég rauk útaf og sagði lækninum að spreyja einhverju á þetta. Um leið og ég steig svo almennilega niður heyrði ég eitthvað brak og vissi að ég væri brotinn.
Það fór margt í gegnum huga mér og ég hugsaði að nú væri út um HM drauminn.
Þetta er bara spurningin um að bíða og sjá hvort beinið grói og falli rétt saman. Ég vona að eftir sex vikur verði ég farinn að sparka bolta.
Ég hugsa að ég spili ekki fyrir Man Utd aftur á tímabilinu þótt ég vilji það , mig langar að klára Meistarakeppnina, en það er út úr myndinni.
Kannski ef við kæmumst í úrslitin í Glasgow, en það er hjartað sem talar en ekki heilinn.
Svo framarlega sem ekkert óvænt gerist verð ég með á HM, þeir hafa sagt mér að þetta taki sex til átta vikur og það eru sjö vikur í fyrsta leik Englendinga. Það er mikilvægt að ég haldi mér í formi.”