Erkifjendurnir mætast þarna og það er víst að grunnt verður á því góða í viðureignum liðanna nú, sem endranær. Stuðningsmenn beggja gerðu sig seka um vægast sagt heimskulega framkomu í heimaleikjum liðanna í fjórðungsúrslitum keppninnar og ekki er ólíklegt að upp úr sjóði enn á ný nú.
Barcelona liðið hefur verið í lægð seinustu árin, a.m.k. á þeirra mælikvarða, og lítill stöðugleiki virðist ríkja á Nou Camp. Nýlega var það t.d. gefið út að þjálfari liðsins, Carlos Rexach, sem tók við liðinu seinasta vor, þjálfi ekki liðið á næstu leiktíð.
Real Madrid liðið er stjörnum prýtt og eru fyrirfram taldir sigurstranglegri í þessum leikjum.
Manchester United F.C. - 04 Bayer Leverkusen
Það er óþarfi að fara að eyða mörgum orðum á Leverkusen liðið í þessum spádómi, menn geta fræðst um það annars staðar á síðunni. Það verður hins vegar að teljast áhyggjuefni fyrir Klaus Töppmöller, þjálfara liðsins, að sjö leikmenn þess skuli vera með gult spjald á bakinu, og hver áminning sem liðið fær á Old Trafford gæti reynst dýrkeypt í síðari leiknum í Þýskalandi.
Lið Manchester United hefur verið á siglingu að undanförnu og
4-4-1-1 leikkerfi liðsins, sem var harðlega gagnrýnt fyrr á þessari leiktíð, hefur sannað notagildi sitt seinustu vikur. Liðið verður án þeirra Ronny Johnsen, David Beckham og Roy Keane í leikjunum gegn Leverkusen og er það skarð fyrir skildi, en maður kemur í manns stað.
Heimild: www.manutd.is
Glory Glory Man Utd