
“Ég hef verið stöðugt í símanum til að reyna að koma hlutunum í gang. Ég viðurkenni það að sem nýr framkvæmdastjóri mun ég þurfa réttu hjálpina. Ég vil því að vissir hlutir séu eins og þeir eigi að vera og síðan byggjum við á því,” sagði McAllister við skoska blaðið Daily Record.
McAllister lék sem kunnugt er með Coventry í fjögur ár áður en hann gekk til liðs við Liverpool fyrir síðasta tímabil. Hann átti frábært tímabil í fyrra en hefur átt erfiðara uppdráttar það sem af er þessu tímabili.
heimilda
Liverpool.is