Það styttist í enn eitt metið hjá Michael Owen. Fyrirliði enska landsliðsins skoraði sitt fimmtánda landsliðsmark gegn Paragvæ á Anfield Road á miðvikudagskvöldið. Mörkin fimmtán hefur hann skorað í aðeins 34 leikjum. Roger Hunt á markamet enskra landsliðsmanna hjá Liverpool. Sir Roger, stuðningsmenn Liverpool öðluðu hann, skoraði átján landsliðsmörk í 34 landsleikjum sínum. Hann á því betra skorhlutfall en Michael. Roger varð heimsmeistari með enskum 1966. Michael á eftir að leika það eftir.
Flest landsliðsmörk leikmanna Liverpool á Ian Rush. Hann skoraði 28 landsliðsmörk fyrir Weils á meðan hann lék með Liverpool. Það er landsmet. Annar leikmaður Liverpool á markamet í sínu landi. Kenny Dalglish skoraði 30 mörk fyrir Skota. Því meti deilir hann með Denis Law. Kenny á landsleikjamet leikmanna Liverpool. Hann lék 102 landsleiki. Ef til vill slær Michael Owen það áður en yfir lýkur.
En eftir leikinn gegn Paragvæ er komin ný spurning fyrir áhugamenn um knattspyrnu. Hvaða fyrirliði enska landsliðsins varð yngstur til að skora mark? Það er sama svar við spurningunum hver er yngsti landsliðsmaður Englendinga á 20. öldinni og hver er yngsti leikmaður sögunnar til að skora fyrir enska landsliðið? Er nokkur í vafa? Svar: Michael James Owen