32. umferð
Þá eru bara 2.umferðir eftir og Inter stendur ennþá best að vígi. Þrátt fyrir jafntefli í dag eru þeir ennþá efstir með 66 stig þrátt fyrir jafntefli við Chievo 2-2 , en Juventus er í öðru sæti með 65 eftir 1-0 sigur á Piacenza í dag með marki frá Pavel Nedved. Roma náði ekki nema 1 stigi frá San Siro og eru með 64.stig í þriðja sæti en eiga eftir Chievo heima og Torino úti. Juventus á Brescia heima og Udinese úti og Inter Piacenza heima og Lazio ÚTI. Lecce , Fiorentina og Venezia eru nú þegar fallin og og Udinese , Brescia , Parma , Verona og Piacenza eiga öll möguleika á að falla með þeim. Persónulega held ég að Roma vinni þetta ;]