Liverpool vilja fá Keane.
Liverpool eru sagðir vera tilbúnir að greiða Leeds 12 milljónir punda fyrir írska landsliðsmanninn Robbie Keane. Phil Thompson aðstoðarmaður Gerard Houllier fór fyrr í vikunni til Írlands og fylgdist með leik írska landsliðsins gegn Bandaríkjunum, þar átti Keane stórleik og var útnefndur maður leiksins. Þá fóru Alex Millar og Sammy Lee á leik Leeds og Sunderland til að fylgjast með stráknum. Áhugi Liverpool kemur í framhaldi af því að þeir munu vera búnir að gefast upp á að reyna að semja við Nicolas Anelka sem er hjá þeim sem lánsmaður frá PSG, en launakröfur hans munu vera mun hærri en Liverpoolmenn geta sætt sig við.


Liverpool á eftir Distin.
Liverpool er komið í baráttu við Newcastle um að kaupa franska varnarmanninn Distin. Leikmaðurinn er samningsbundinn Paris Saint German í Frakklandi en hefur verið í láni hjá Newcastle upp á síðkastið, þá hefur Olympiakos einnig sýnt áhuga. Ekki er vitað hvað Gerard Houllier stjóri Liverpool er að spá en hann er með fyrir átta frábæra varnarmenn og ef hann kaupir Distin hljótum við að mega gera ráð fyirir að einhver verði seldur í sumar


Liverpool að bjóða í Damien Duff
Breska blaðið Mirror greinir frá því í dag að Gerard Houllier stjóri Liverpool hyggist bjóða 10 milljónir punda í vængmanninn Damien Duff hjá Blackburn. Houllier er sagður hafa haft áhuga á Duff í langan tíma, og hann hyggist auka breidd liðsins með kaupunum.

heimild:
http://www.fotbolti.net
Glory Glory Man Utd