Nú er orðið ljóst að Robert Pires þarf að leggjast undir hnífinn. Pires hefur verið í rannsókn hjá færum sérfræðingi í Marseille og hann mælir með uppskurði. “Læknirinn sagði mér að það væri skynsamlegast fyrir mig að fara í aðgerð. Þetta er mjög furðulegt. Ég hef endurheimt allan sveigjanleika í hnéið og get hlaupið eðlilega. En læknirinn segir að liðbandið geti gefið sig aftur hvenær sem er. Mér er sagt að endurhæfingin taki fjóra mánuði og síðan þarf ég að æfa í tvo mánuði áður en ég get spilað aftur. Ég hef verið í sjúkraþjálfun og vonandi verð ég fljótari að ná mér fyrir vikið. Ég hef aldrei lent í alvarlegum meiðslum fyrr, en nú þarf ég að halda haus og fylgja ráðleggingum lækna. Ég þarf að vera þolinmóður og leggja á mig mikla vinnu í sjúkraþjálfun. Þá verð ég jafn góður þegar ég sný til baka,” sagði Pires.



Boltinn.is

Þetta er gott fyrir alla aðra en arsenal og frakklandsaðdáendur enda hefur pires átt magnað tímabil fyrir arsenal.Þetta er skynsamlega gert eins og sérfræðingurinn sagði getur annars alltaf gefið sig
-maniggi irc nick-Hvar a netinu get eg downloadað adsl ??????????????????????????