Lék með Nooit Gedacht og Magriet áður en hann fór til Den Bosch í hollensku annari deildinni.
1997: Fer til fyrstu deildarliðs Heerenveen og skorar 13 mörk í 30 leikjum.
1998: Heldur upp á 22 ára afmælið sitt með því að skrifa undir hjá PSV Eindhoven sem borgaði £4,2 milljónir fyrir kappann. Metfé fyrir leikmann á milli tveggja hollenskra félaga.
29. ágúst: Skorar sitt fyrsta deildarmark með PSV gegn Heerenveen.
31. október: Skorar þrennur gegn Spörtu.
18. nóvember: Fyrsti landsleikurinn í 1-1 jafntefli gegn Þjóðverjum.
1999:
Maí: Markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni með 31 mark, annar í keppninni um gullskó Evrópu.
Valinn leikmaður ársins í Hollandi.
Skorar fyrsta markið fyrir landsliðið gegn Marakkó. Hann hefur nú skorað fjögur mörk í tólf landsleikjum.
2000:
21. febrúar: 10 landsleikurinn í 2-1 sigri á Þjóðverjum.
6. mars: Meiðist á hné í vináttuleik gegn danska liðinu Silkeborg, þá búinn að skora 29 mörk á leiktíðinni.
21. apríl: PSV Eindhoven tekur £19 milljóna tilboði frá Manchester United í Ruud.
25. apríl: Van Nistelrooy gengst undir læknisskoðun hjá United, en David Gill, forstöðumaður félagsins, tilkynnir að “ekki hafi tekist að ljúka öllum nauðsynlegum prófunum þann daginn,” vegna þess sem síðan reyndust alvarleg hnémeiðsli.
27. apríl: Slítur krossbönd í hné á morgunæfingu með PSV.
2001:
23. febrúar: Skorar tvö mörk í æfingaleik með PSV.
1. mars: Skorar tvö mörk í leik með varaliði PSV.
3. mars: Leikur sinn fyrsta leik með aðalliði PSV eftir 11 mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla.
17. mars: Byrjar í fyrsta sinn inn á í aðalliði PSV eftir hnémeiðslin.
1. apríl: Skorar bæði mörk PSV í 2-1 sigri á Twente, hans fyrstu mörk í rúmt ár fyrir félagið.
23. apríl: Tilkynnt um kaup Manchester United á Ruud van Nistelrooy og hann kynntur á blaðamannafundi á Old Trafford 1. júlí: Manchester United kaupa loksins van Nistelrooy fyrir £19 milljónir.
19. ágúst: Skorar tvö mörk í fyrsta deildarleik sínum fyrir United þegar liðið vinnur Fulham 3-2 á Old Trafford.
22. desember: Skorar fyrstu þrennu sína fyrir Man. Utd. þegar liðið tekur Southampton í kennslustund á Old Trafford, 6-1.
2002:
6. janúar - Skorar tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sigurleik United á Aston Villa á Villa Park, 3-2, í ensku bikarkeppninni, og skoraði þar með í sjöunda leik sínum í röð.
12. janúar: Lýsir því yfir að hann vilji fara aftur til PSV þegar ferillinn á Old Trafford er á enda.
13. janúar: Jafnar met Mark Stein með því því að skora í sjöunda leiknum í röð mark eftir spil, þegar hann skorar á níundu mínútu í leik gegn Southampton. Þetta er 14 markið hans í deildinni á leiktíðinni og í heildina 29 mark hans fyrir United.
19. janúar: Með því að skora úr vítaspyrnu í leik gegn Blackburn á Old Trafford verður hann fyrsti leikmaðurinn til þess að skora í átta úrvalsdeildarleikjum í röð.
14. apríl: Útnefndur leikmaður ársins í Englandi af samtökum leikmann.
Glory Glory Man Utd