Jamie Redknapp skýrði Chris Bascombe frá öllu í sambandi við brotthvarf hans frá félaginu og hann sagði þetta vera erfiðustu ákvörðun lífs síns. Hann neitaði samningi við Liverpool sem átti að verða til eins árs í viðbót, til að geta byrjað uppá nýtt með Tottenham. Hann talar einnig um það það sé léttir fyrir sig að geta ekki spilað gegn Liverpool þegar þeir heimsækja White Hart Lane fljótlega. Hann verður ekki löglegur með Tottenham fyrr en á næsta tímabili.
“Þau 11 ár sem ég hef verið hjá Liverpool, hafa verið bestu ár æfi minnar og þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma þurft að taka”.
“Mér var boðinn samningur til eins árs, en staða mín í dag er þannig að ég þarf að fara að spila fótbolta reglulega á nýjan leik. Stundum kemur að þeim tímapunkti að maður þarfnast breytinga og ég held að flestir skilji aðstöðu mína eins og hún er í dag”.
“Liverpool hefur ávallt reynst mér frábærlega, meira að segja þegar verið var að ganga frá málunum við Tottenham núna. Gérard Houllier, Rick Parry, Sammy Lee og Phil Thompson hafa allan tímann verið frábærir.”
“Spurs vildu semja við mig strax og ganga frá öllum málum í sambandi við þetta og Liverpool gáfu mér leyfi til að ræða við þá. Ég held að Glenn hafi viljað fá mig til æfinga sem fyrst. Ég stóðst læknisskoðun og nú er ég bara spenntur að fara að spila á fullu að nýju.”
Samningur sá sem Liverpool var búið að bjóða Redknapp var til eins árs, og hefði verið framlengdur ennþá meira ef hann hefði náð að spila yfir 25 leiki á næsta tímabili. Freistingin að spila reglulega með Tottenham í stað allrar baráttunnar um sæti hjá Liverpool, var bara of mikil fyrir hann.
“Á tímabili taldi ég það víst að ég myndi aldrei yfirgefa Liverpool. Ég elska staðinn og hjarta mitt verður ávallt hjá félaginu. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá er ég ánægður að geta ekki leikið í næstu viku, vegna þess að ég hefði ekki viljað vera í þeirri aðstöðu að vera að reyna að sigra þá, í leik sem gæti þá jafnvel kostað þá titilinn.”
“Ég hef verið gríðarlega stoltur af því að hafa verið fyrirliði Liverpool. Stuðningsmennirnir hafa alltaf verið frábærir við mig og ég mun aldrei gleyma móttökunum sem ég fékk þegar ég sneri til baka eftir meiðslin. Hápunktarnir á ferli mínum hjá félaginu eru nokkrir. Þegar ég lék minn fyrsta leik og eins þegar ég var gerður að fyrirliða, eru stundir sem standa þó uppúr. Það að hafa verið fyrirliði var frábært, þó svo að ég hafi ekki náð að spila mjög marga leiki eftir að ég var útnefndur. Síðasta tímabil var einnig frábært. Þrátt fyrir að ég hafi ekki tekið mikinn þátt, þá var það stórkostlegt að vera í kringum liðið þegar þrennan vannst og ég mun aldrei gleyma því þegar ég var beðinn um að lyfta FA bikarnum á loft. Það atriði segir mikið til um þetta félag.”
Eini svarti bletturinn á ferli mínum hjá félaginu voru meiðslin. Ég hef ekki verið heppinn með þau og hver veit hvað hefði gerst ef það hefði verið á hinn veginn. Ég mun ávallt líta fyrst eftir úrslitum Liverpool þegar ég fer yfir úrslit leikja og þeir verða alltaf minn klúbbur. Ég bara einfaldlega gat ekki hafnað þessu boði. Um leið og Liverpool hafði gefið mér leyfir til að ræða við þá hjá Spurs, þá vissi ég að þetta væri rétti tíminn til að breyta til. Ég hef unnið með Glenn áður og Tottenham er gott fótboltalið.“
”Liðið hjá Liverpool er frábært. Sami Hyypia mun vera frábær fyrirliði til margra ára og það eru ekki til mikið betri leikmenn heldur en Michael Owen og Steven Gerrard.“
En hver skyldi vera sá maður sem Redknapp telur þann besta sem hann hefur spilað með?
”John Barnes var sá besti. Hann var frábær leikmaður og góður félagi. Ég hef einnig alltaf virt þá Steve McManaman og Robbie Fowler mikils. Það er frekar sorglegt, en allir hlutir taka einhvern tíman enda í fótboltanum. Ég mun snúa til baka og kveðja alla á morgun. Ég óska Liverpool alls hins besta í framtíðinni og ég er nú þegar farinn að hlakka til að koma aftur á Anfield á næsta ári með mínu nýja félagi."