Tottenham hotspur gerðu í gær 4 ára samning við Jaimie Redknapp aðeins klukkutíma eftir hann fékk lausan samning hjá Liverpool.
Tottenham vann samkeppni við nokkur lið um að fá hann til sín. Glenn Hoddle sagði á blaðamannafundi að leikstíll tottenham passaði Redknapp vel því hann væri mikill sendinga maður og Hoddle vil halda boltanum niðri. Hann var búin að vera hjá Liverpool í 11 ár og hefur meðal annars verið fyrirliði. Hann stóðst læknisskoðun og eru spurs aðdáendur væntanlega mjög ánægðir með að fá hann til félagsins án greiðslu. Jaimie hefur spilað lítið á þessu tímabili vegna meiðsla en segir sjálfur að hann sé búinn að ná sér og hlakki mikið til næsta tímabils. Hann hefur spilað 17 landsleiki og er einn besti miðjumaður englendinga þegar hann er laus við meiðsli. Þess má geta að hann er aðeins 28 ára.