Mig langaði að gera þráð um Eið Smára hérna á huga.

Það er án efa skiptar skoðanir á honum Eið okkar og endilega segið ykkar álit, en fyrst ætla ég að segja mitt:

Persónulega finnst mér Eiður Smári okkar langbesti knattspyrnumaður í dag og ef ekki fyrr og síðar. Ég er 15 ára og iðka fótbolta af miklum krafti en lítið er um að Eiður sé svokallað “role model” eða fyrirmynd fólks á mínum aldri(allavega út frá því sem ég veit best). Þrátt fyrir það hef ég gríðarlegt álit á Eið Smára sem leikmanni. Hann er fyrirmynd mín. Hann hefur alltaf heillað mig, sérstaklega á seinni hluta ferilsins því um árið 2005 byrjaði hann að spila þessa stöðu sem að ég spila og tel vera ein, ef ekki bara mikilvægasta staða leiksins. Þá er ég að tala um í “holunni” eða fyrir bakvið framherjana. Nokkurskonar playmaker.

Þegar Eiður fór að spila með Barcelona Risunum á Spáni fóru menn að tjá sig um það að Eiður sé latur og nennir ekki að fá boltann og skori ekki nóg. Menn á borð þá sem sögðu þetta vita augljóslega bara ekki hvað þeir eru að tala um. Eiður var jú vanur að skora af miklum krafti á sínum árum hjá Chelsea, en þá var hann líka að spila sem Target Man eða aðal framherji, maðurinn sem skorar mörkin. Mourinho sá bara meira í Eið. Útsjónarsemi, hvernig hann heldur boltanum vel, hvernig hann spilar án bolta(þá meina ég þegar menn skila bolta og hlaupa í eyður til þess að búa til svæði m.a.) og síðast en ekki síst FYRSTA snertingin. Það er eitt af því sem hefur einkennt Eið í mínum augum. FYRSTA snertingin. Hann fittaði svo vel inní kerfið hjá Barca, einfaldlega vegna þessarar útsjónarsemi, fyrstu snertingu, og hreyfingu án bolta. Hlutverk Eiðs var að koma boltanum frá sér og hlaupa í eyður. Eiður leysti þetta alltaf svo vel.

Hann er leikmaður sem ég stefni á að verða eins og, spilar alltaf í 1-2 snertingum max þegar hann getur. Hann reynir ekki að vera endilega mest áberandi leikmaðurinn á vellinum því það fellst einfaldlega ekki í hans hlutverki, eins og tildæmis hlutverk Lionel Messi og Ronaldinho, þeir eru leikmenn sem eru áberandi á vellinum. Þeir hafa þann eiginlega að geta tekið ótrúlegar rispur. Brunað framhjá 4-5 leikmönnum og klárað dæmið.
En þá kemur Eiður aftur inni dæmið. Eiður, Xavi, Iniesta, voru leikmenn sem voru að taka mikinn þátt í þessum rispum hjá Ronny og Messi, með sínum hlaupum í eyður og opna svæði.
almáttugur ég gæti haldið áfram endlaust en ég verð nú bara að fara að halla mér :')

Horfið á myndböndin með meistaranum :D

[YOUTUBE]www.youtube.com/watch?v=E-AV12zE93E&feature=related

[Youtube]http://www.youtube.com/watch?v=5s_OIvTzo-g
jolli litli rappari það er ég