
Beckham er nú ristarbrotinn og er sagt að það muni taka beinið 8 vikur að gróa en 52 dagar, eða 7 vikur eru í fyrsta leik Englendinga á HM, við Svía. Og nema að eitthvað kraftaverk eigi sér stað og hann verði kominn af stað innan þriggja vikna eða eitthvað álíka þá er ljóst að hann verður ekki með því ef hann verður frá í 6 vikur sem væri mjög gott þá er greinilegt að hann verður ekki í neinni leikæfingu fyrir svo stórt mót eins og HM.
Sven Göran Eriksson á nú í vandræðum því að einungis einn upphitunarleikur er eftir til að prófa nýja leikmenn, sem er næsta miðvikudag við Paraguay á Anfield Road og fresturinn til að tilkynna liðið sem fer á HM rennur út 21.maí. Þó er strax farið að tala um að hinn 23 ára gamli Kieron Dyer hjá Newcastle muni koma í stað hans.