Eyjólfur Sverrisson knattspyrnumaður hjá Herthu Berlin í Þýskalandi hefur framlengt samning sinn við félagið um eitt ár. Samningur Eyjólfs átti að renna út í sumar og hugðist hann koma heim og spila í Símadeildinni. Grindavík, KR og Fylkir voru öll á höttunum eftir leikmanninum og þótti líklegast að hann gengi í raðir Grindvíkinga. En eftir langa umhugsun ákvað Eyjólfur að taka eitt ár til viðbótar hjá Herthu þar sem hann hefur leikið síðan 1995. Forráðamenn félagsins vildu ólmir fá hann til að framlengja samninginn og Eyjólfur lét undan.
Guðni Bergsson hjá Bolton verður samningslaus eftir tímabilið og það sama er í gangi hjá honum og Eyjólfi. Stjórn Bolton vill halda honum í eitt ár í viðbát en Guðni hefur verið mjög góður í vetur. Það verður því spennandi að sjá hvort að Guðni hætti við að hætta þriðja árið í röð.