Jæja, Man-fanar. Eruð þið farnir að skjálfa fyrir leikinn á laugardaginn, þ.e. hádegisleikinn á Elland Road?
Ekki það að ég sé hrifinn af Arsenal og Liverpool, en þá mun allt líta út fyrir ( eftir kl 14 á laugard) að þau sláist um titilinn. Man Utd nær þriðja sætinu og Leeds tekur það fjórða. Loksins búnir að setja Chelsea fyrir aftan sig og fljótlega fer Newcastle sömu leið. Skilst að Solskjær sé tæpur og Nistelroy (vonandi) líka. Annars hélt ég að Nistelroy yrði settur í bann, sá ekki betur en að hann gæfi varnarmanni Middlesborough olnbogaskot um daginn. Vona líka að Keane verði ekki með, hann er aldrei betri en akkúrat á móti Leeds.
Hef grun um að þetta verði ansi heitur leikur og Leeds vinni. Ætla heldur betur að vona það svo ég vinni eina orrustu í heilögu SMS- og email stríði mínu við vini og kunningja sem eru Man –fanar, maður hefur nú ekki getað montað sig mikið eftir áramótin. Þó virðist margt benda til betri vegar.
Sá bara restina á landsleiknum í kvöld. Ítalarnir ívið betri í lokin en klaufaskapur hjá enskum að fá á sig vítið í lokin. Ég vorkenndi James, hann er drullugóður í markinu en gleymdi sér aðeins. Bara eins gott að þetta var ekki á síðustu mínútunni í Japan!
Skildist að Martyn hefði staðið sig vel í fyrri hálfleik og ég trúi ekki öðru en að Mills hafi tæklað nokkra líka. Fowler (erfitt að sjá hann sem Leedsara eftir öll árin hjá L´pool) skoraði og Harte og Robbie Keane skoruðu fyrir Íra þannig að þetta var ekki afleitt hjá mínum mönnum.
Var að rúlla yfir teamtalk og þeir eru að blaðra um að Arsenal ætli að reyna að fá Overmars til að hlaupa upp kantinn í stað Pires. Barcamenn neita auðvitað öllu.
Svo er alltaf verið að spekúlera hvað verði um Kevin Phillips og sagt að hann vilji til London. Eitthvað þreyttur á stöðunni hjá Sunderland og auðvitað dauðlangar kallinn að spila í landsliðinu. Arsenal, Chelsea og Spurs bíða eftir pilti en Peter Reid og co segja að hann fari ekki fet. Samt búið að velta þessu upp svo lengi að ég held að hann hljóti að fara að drífa sig.
Graham Taylor hjá Aston Villa var að versla þennan tveggja metra slána (sjá mynd) frá Portsmouth. Hann heitir Peter Crouch og hefur skorað nítján mörk í vetur og eitthvað segir mér að nokkur hafi verið með skalla! Hann kostaði heilar 3 millur sem gætu orðið að sex, svona eftir því hvað hann fær að vera mikið inná.
Vladimir Smicer ætlar að setjast að samningaborði við Liverpoolmenn og vill endilega framlengja samninginn. Held að þeir vilji það líka þannig að þeir hljóta bara að komast að einhverjum díl.
Sam Allardyce hjá Bolton var að fá að láni Kostas Konstantinidis, varnarmann Herthu Berlin og vantar annan varnarmann í einum grænum þar sem Guðni og hinn hafsentinn eru báðir out.
Nuno Gomes vill ekki fara sem lánsmaður til Tottenham og ætlar að berjast áfram hjá Fiorentina. Eitthvað var hann orðaður við Liverpool fyrr í vetur en hann vill greinilega vera á ´Italíu.
Svo er þarna smá spjall við Berti Voghts sem er bara nokkuð bjartsýnn á sigur hjá Skotum gegn Frökkum. Full bjartsýnn fyrir minn smekk enda voru þeir kaffærðir greyin, 5-0.
Svo er auðvitað fullt af blaðri um að þessi og þessi sé orðaður við þetta og þetta lið, Neil Lennon við Leeds og Effenberg ætli til Fulham en Fulham neitar því o.s.fr.
Ég segi nú bara áfram Leeds.
-gong-