Svo virðist sem Fabio Cannavaro ætli að yfirgefa Gialloblu(Parma) í sumar og halda til Juventus(hvert annað?).
Hann sagði að sig dreymdi um að leika fyrir Juve og annað lið kæmi bara ekki inní hugann hjá sér. Fabio hafði áður sagt að hann myndi leika með liði Parma á næstu leiktíð í Seria B en sú fullyrðing er nú í hættu og þar sem hann er verðmætasta söluvara Parma og liðið þyrfti að losa um budduna þá myndi hann eflaust fara ef liðið félli niður í Seria B.
Juve er líka sagt vera á eftir Nesta en hann er yngri en Fabio eða 25 ára og hinn 28 ára þannig að mér fyndist það vera betri kaup að fá Nesta en Cannavaro en það besta væri náttúrulega að fá þá báða sem myndi vera létt verkefni fyrir Bettega og Moggi því Juve á nóg af peningum að því er virðist.
Það verður eflaust mikið að gera hjá Juve í sumar á leikmannamarkaðinum og margir fara s.s. Davids, Montero, Iuliano kannski að Del Piero fari.