Í gær var leikið í Meistaradeild Evrópu, og eins og allir voru vissir um komst Liverpool áfram, með því að vinna einn leik, þvílík snilld er það. En Roma menn áttu ekki séns í leiknum, sköpuðu sér fá færi og þótt að það hefði vantað Owen hafa sóknir Liverpool aldrei verið betri í Meistaradeildinni, Smicer var mjög góður til að byrja með, en eftir að hann kveinkaði sér í mjöðminni á 30 mín, var hann ekki jafn frískur og í byrjun. En Riise var snillingur ásamt hinum miðjumönnunum, þó vantaði Hamann, Riise ætlaði bara að skora, það var alveg greinilegt, og allavega 80% af skotunum hans fóru á ramman og voru stórhættuleg, og aðeins Antonioli bjargaði Roma frá frekara tapi. Vörnin var massíf, Hyppia og Henchoz mjög góðir ásamt Xavier og Carrager, Battigol og Totti áttu ekki séns eins og Montella og hinn ljóti gaurinn sem ég man ekki hvað heitir.
Nú virðist sem svo að MAn Utd fari auðveldlega í gegnum 8 liða úrslitin, fá Panathinaikos eða Sparta Prag en restin af leikjunum verða svakaleg, Liverpool-Deportivo\Arsenal ( man ekki hvort Arsenal á möguleika á toppsætinu, held samt ekki) Arsenal-Barca og Bayern Munchen-Real Madrid.
Þetta verða eflaust skemmtilegir leikir og vona að Liverpool sýni loksins hvað þeir virkilega geta, og verða fyrstu nýliðarnir í Meistaradeildinni til að vinna, maður tekur ekki fyrsta skiptið með það væri svindl! :)
Go reds!
Beerbelly