
punkturinn er sá.. lið í englandi eru að kaupa enska leikmenn svona 30-40% yfir verði miðað við sambærilega leikmenn frá öðrum löndum. Tökum dæmi, Aston Villa seldi Gareth Southgate og Ugo Ehiogu á meira en 12 milljónir samtals til Middlesboro, keyptu í staðinn Olaf Mellberg (svía) á 4.5 minnir mig…. olaf mellberg er varla orðinn 25 og er klassa leikmaður, annað en þreyttir og “enskir” southgate og ugo.. Arsenal hefur gert þetta með góðum árangri, þ.e. Henry á 7 millur, pires á 10millur, Vieira á 3.5 millur… þessir menn færu aldrei á undir 150 milljónir saman í dag… þ.e. ef arsenal væru svo heimskir að selja þá :)
Nú er ég einnig búinn að horfa upp á Arsenal vaxa og batna meðan tottenham hefur rotnað í þá stöðu sem þeir eru í núna, þ.e. 10 sæti eða í kringum það síðustu 5-6 ár… Nú vil ég sjá Enic (fjárfestingarfélagið sem á meirihluta í tottenham) eyða a.m.k 50 milljónum í sumar, í bland í reynslubolta eins og kevin phillips og ungar hetjur eins og Adrianinho (21.árs Brazzi)…
komments ?