nú hef ég haldið með tottenham í nær 15 ár og alltaf stutt við bakið á þeim alveg sama hvað á gengur.. nú í kvöld töpuðu þeir 1-0 fyrir Charlton Athletic, sem á blaði er nú ekki sterkara lið. Sorglegasta af öllu er þó að hafa fjárfest í Sergei Rebrov fyrir 11 milljónir punda fyrir síðasta tímabil og leyfa honum ekki að spila. Það sem gerir mig og væntanlega aðra tottenham aðdáendur BRJÁLAÐA er að nú ætla þeir að kaupa Kevin Phillips og senda Rebrov til Lazio fyrir mun minna en þeir keyptu hann á. Kevin Phillips er fínn leikmaður og myndi alveg pottþétt skora 25 mörk á tímabili það sem eftir er, en trikkið er það að hann á bara í mesta lagi 2-3 klassa ár eftir..(svipað og sheringham fyrir 5 árum) Í stað þess að kaupa rándýran enskan leikmann (sem er by the way 30 ára) þá er leikmaður að nafni Djibril Cissé að spila í frakklandi. Menn halda varla þvagi yfir honum. En nú hef ég farið með langt mál og varla komið með punkt…
punkturinn er sá.. lið í englandi eru að kaupa enska leikmenn svona 30-40% yfir verði miðað við sambærilega leikmenn frá öðrum löndum. Tökum dæmi, Aston Villa seldi Gareth Southgate og Ugo Ehiogu á meira en 12 milljónir samtals til Middlesboro, keyptu í staðinn Olaf Mellberg (svía) á 4.5 minnir mig…. olaf mellberg er varla orðinn 25 og er klassa leikmaður, annað en þreyttir og “enskir” southgate og ugo.. Arsenal hefur gert þetta með góðum árangri, þ.e. Henry á 7 millur, pires á 10millur, Vieira á 3.5 millur… þessir menn færu aldrei á undir 150 milljónir saman í dag… þ.e. ef arsenal væru svo heimskir að selja þá :)
Nú er ég einnig búinn að horfa upp á Arsenal vaxa og batna meðan tottenham hefur rotnað í þá stöðu sem þeir eru í núna, þ.e. 10 sæti eða í kringum það síðustu 5-6 ár… Nú vil ég sjá Enic (fjárfestingarfélagið sem á meirihluta í tottenham) eyða a.m.k 50 milljónum í sumar, í bland í reynslubolta eins og kevin phillips og ungar hetjur eins og Adrianinho (21.árs Brazzi)…
komments ?