Jæja….þá er Eiður orðinn stórstjarna fyrir alvöru.
Þegar að svona kallar (AC Milan) eru farnir að skoða málin hjá ákveðnum mönnum þá eru þeir hinir sömu orðnir alvöru kúbein í boltanum.

Eftirfarandi klausa er af www.mbl.is

Ítalska stórliðið AC Milan sagt á höttunum eftir Eiði Smára Guðjohnsen

Enska dagblaðið Sunday Mirror sagði í dag að ítalska knattspyrnufélagið AC Milan væri að undirbúa 1.800 milljón króna tilboð í Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea. Samkvæmt fréttinni vill AC Milan ná í tvo leikmenn fyrir rúma þrjá milljarða króna, Eið Smára og Seregei Rebrov hjá Tottenham, sem sagt er að félagið muni bjóða í 1.350 milljónir.

Sagt er að Tottenham væri líklega ánægt með að losna við Rebrov, en haft er eftir Peter Harrison, umboðsmanni Eiðs Smára: “Eiður er mjög ánægður hjá Chelsea.”

Jahérna!

Ef að satt reynist þá er þetta mikil upphefð fyrir Eið og kemur til með að vekja enn frekari áhuga ýmisa liða og framkvæmdastjóra fyrir stráksa.

ÁFRAM EIÐUR!

Kveðja,

Rafaello.