Ég las áðan að AC Milan væri hætt við að reyna að fá David Beckham og myndi núna reyna að fá Figo. Talið er að þeir myndu bjóða 21 milljón evra í hann sem er um 2 miljarðar plús tveir góðir leikmenn en það er talið að þeir séu Cosmin Contra og Javi Moreno. Fyrir utan það er Rui Costa besti vinur Figo þarna sem gæti haft áhrif.
Þetta er mjög áhugavert þar sem Moreno og Contra hafa verið að standa sig ágætlega og að Figo hefur sagt að hann vildi alltaf spila á Spáni. Annars verður þetta að teljast frekar ólíklegt og að þetta sé bara slúður. Ég held að Figo fari ekki frá Real í bráð og allra síst til liðs sem er ekki (því miður) í Meistaradeildinni.
En það má alltaf bíða og vona! :)
Forza Milan!