Umboðsmaður Tore Andre Flo hefur neitað þeim sögusögnum að hann sé á förum frá Rangers. Liðið sem Flo var orðaður við var ítalska liðið Parma.
Samkvæmt norskum fjölmiðlum er landsliðssóknarmaður Norðmanna sem hefur unnið vel og lengi til að sýna stuðningsmönnum á Ibrox að hann sé peninganna virði, talinn vera hæfur leikmaður fyrir skosku risana.
Síðustu fregnir voru þær að Parma var tilbúið að punga út rúmum 10 milljónum punda fyrir hinn magnaða framherja en umboðsmaður hans, Gunnar-Martin Kjenner, sagði við dagblað í Noregi að hann hafði ekki heyrt neitt um þetta og að Tore Andre hafði ekki sagt neitt um að honum langaði að fara úr Skotlandi og að Rangers hafi ekki sent neinn verðmiða þar sem stendur að Tore Andre Flo sé til sölu.
Það er haldið að umboðsmaður Tore Andre sé að reyna að ýta verðmiða hans upp en Tore er þrátt fyrir mikla gagnrýni er hann næstmarkahæstur í Skotlandi á eftir hinum ótrúlega Henrik Larsson, sóknarmanni Glasgow Celtic.
Þakka ykkur fyrir.