Í byrjun leiktímabilsinns 01/02 var Bobby Robson ekki Mjög bjartsýnn enda höfðu tvö síðustu ár liðsins ekki verið neitt sérstök og skilaði liðið sér ekki nema í 11. sæti þessi tvö ár. Bobby sagði að það væri ekki raunsætt að stefna á neiit ofar en 7. sæti og að sæti meistaradeildinni væri ekki einu sinni inni í myndinni. Bobby gerði það sem hann get til að styrkja Liðið og festi kaup á frakkanum Laurent Robert og welshmanninum Craig Bellamy ásmant nokkrum öðrum leikmönnum. Fyrstu mánuðina hoppaði liðið á milli efri og neðri hluta deildarinnar og spilaði liðið mjög misjafnlega. Það lítur út fyrir að Bobby Robson hafi tekið liðið ærlaga í gegn í Desember en síðan þá hefurliðið aðeis tapað 3. leikjum. Eftir magnaða sigra á Arsenal og Leeds er eins og að öllu hafi verið kipt í liðin og virðist fátt geta stöðvað mína menn núna. Eftir 27 leiki er liðið í 2 sæti með 55 stig 2 stigum á eftir Man Utd. Newcastle á reyndar leik til góða á Man Utd á móti Arsenal og ef Newcastle sigrar þann leik komast þeir efst. Þar á eftir eiga þeir erfiðan leik eftir á móti Liverpool en þar á eftir eru 8 auðveldari leikir eftir.
Ég mundi segja að líkur Newcastle á að ná evrópusæti séu miklar og ef að liðið heldur áfram á þeirri braut sem það er á núna eru líkurnar á að Newcastle nái að hampa meistaratitlinum miklar.
En maður verður að muna að kanski er þetta gengi Newcastle aðeins tímabundið og að það fylgja gífurlega sterk lið fast á hæla Newcastle svo að allt getur gertst.
!!!!!!!!!!Áfram Newcastle!!!!!!!!
Ps: Stafsetning er á valdi Satans og þar sem að ég er ekki á hans valdi er mér skítsama þó að það sé ekki eitt orð rétt stafsett í allri greininni