Ensku sunnudagsblöðin eru sjaldan í vandræðum með að búa til forsíðufréttir sem selja blöðin grimmt og í dag er það Nicolas Anelka sem er í aðalhlutverki. Samkvæmt Sunday Mirror, þá er Anelka á leiðinni til Arsenal í sumar í skiptum fyrir Sylvain Wiltord, sem ku vera efstur á innkaupalista PSG í sumar.

Blaðið segir að Houllier sé ekki jafn spenntur fyrir Anelka og hann var í vetur og muni ekki nýta sér forkaupsréttinn á honum, heldur mun hann einbeita sér að því að ná í þá Patrick Kluivert og Marc Overmars frá Barcelona.
Ég yrði ekkert leiður þóað Anelka yrði ekki um kyrrt hjá Liverpool, enda er hann ekki búinn að standa sig það vel síðan hann kom, skoraði nú reyndar markið á móti Everton. En ef Kluivert og Overmars kæmu yrði það frábært. Overmars yrði alvegkjörinn út á vinsti kant Liverpool, því að mínu mati er vinstri kanturinn ekki nærri því nógu sterkur.