Leeds liðið hefur gefið rosalega eftir í toppbaráttunni undanfarið. Þeir eru nú í sjötta sæti, ellefu stigum á eftir efsta liðinu Manchester United. Nú þegar það er búið að bæta fjórða sætinu inní Meistaradeildina, þá á Leeds meiri möguleika á því að komast inní hana, þeir þyrftu samt að fara umspil. Maður hélt að Newcastle færi að gefa eftir þegar líða færi á veturinn, en svo virðist ekki. Deildin er líka rosalega jöfn að manni finnst Man Utd, Liverpool, Arsenal, Newcastle,Chelsea og Leeds öll komatil greina að hampa dollunni. Eins og nokkur tímabil í röð eiga Leedsarar í miklum erfið leikum með meiðslin.Ekki virðist heldur hafa gengið betur eftir að Fowler kom til félagsins þó að hann hafi verið að spila mjög vel.
Eftir það sem Manchester gerði ætti það ekki að vera ómögulegt fyrir Leeds að vinna deildina, en þeir þyrftu þá að fara að fá meiri stöðugleika.
Þannig að Leedsarar eiga þó enn möguleika.