Tveir mjög góði atvinnumenn í fótbolta hafa hætt núna í janúarmánuði. Roberto Baggio hætti fyrr í þessum mánuði og hafði hann komið víða sínum glæsilega fótboltaferli. Hann gerði þó mistök og stærstu mistök hans að mínu mati voru þegar hann skaut hominhátt yfir markið úr vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni úrslitaleiksins á HM'94 sem haldin var í Bandaríkjunum. Hann lagði skónna á hilluna vegn slæmra meiðsla. Annar missir varð í gær, þann 19.janúar þegar Roberto Di Matteo hætti hjá Chelsea eftir svipað góðan feril eins og landi hans Baggio. Hann varð leggja skónna á hilluna eftir að hafa þrí fótbrotnað í leik gegn St.Gallen fyrir átján mánuðum. Roberto Di Matteo var keyptur til Chelsea frá Lazio í júlímánuði árið 1996 fyrir aðeins 4.9milljónir punda. Hann skoraði nokkur eftirminnileg mörk eins og þegar hann skoraði fyrsta markið í bikarúrslitaleiknum gegn Middlesbrough eftir aðeins 49 sek., hann skoraði seinna mark Chelsea í úrslitaleik deildarbikarsins gegn Middlesbrough árið 1998 og sigur markið gegn Aston Villa í bikarúrslitunum árið 2000! Hann var einungis 31 ára og var samt kominn í sögubækurnar, hann hefði eflaust getað spilað nokkur ár í viðbót.
Virðingar fyllst
bsk17