Margi þjálfarar hafa þurft að taka pokann sinn í vetur eins og svo mörg önnur leiktímabil. Alls hafa 8 þjálfarar verið reknir eða hætt á þessarri leiktíð þar af 2 hjá Parma (sama var upp á hjá Parma á seinnustu leiktíð en þá hættu 2 þjálfarar).
Það eru þeir: Fatih Terim Ac Milan, Dino Zoff Lazio, Roy Hodgson Udinese, Renzo Ulivieri og Daniel Pazarella báðir frá Parma, Alberto Cavasin Lecce, Roberto Mancini Fiorentina og Cesare Prandelli Venezia.
Þeir þjálfarar sem eru í mestri hættu í dag eru þeir Zaccheroni hjá Lazio og Ancelotti hjá Milan og má segja að ef úrslit fara ekki að lagast þá verður þeim vikið úr starfi sínu.
Það eru fáir þjálfara í Serie A sem geta hangið í sama starfinu í meiri en ár sá lengsti er Capello sem er á 3 leiktímabilinu hjá Roma, Serse Cosmi hjá Perugia hefur hangið þarna í 2 ár en flestir hinna eru á sinni fyrstu leiktíð að stjórna leiktíðinni ekki nema þeir hafi þjálfað liðið áður.