Veron seldur frá United?
- til að rýma fyrir Beckham
Talið er líklegt að Sir Alex Ferguson selji Juan Sebastian Veron í sumar til að rýma fyrir David Beckham á miðju United liðsins. Veron hefur verið að spila mikið á miðjunni og David Beckham hefur þurft að halda sig við hægri kantinn. Jafnvel er talð að United reyni að skipta við Lazio á Veron og varnarmanninum Alessandro Nesta. Ef að Beckham skrifar undir nýjann samning að þá er talið næstum öruggt að af þessum viðskiptum verði.
