Barcelona menn hafa ekkert verið að spila vel síðan að Louis van Gaal var rekinn frá liðinu og það er sannleikur sem stjórn Barca og Gaspart forseti vilja ekki horfast í augu við. Það er alveg fáranlegt að lið sem hefur jafn glæsilegan heimavöll, Camp Nou, sem tekur 98.000 manns í sæti, gífurlega sterkan fjárhag, þeir hafa t.d. ekki verið með auglýsingar á búningum sínum mjög lengi, og með þennan leikmannahóp skuli ráða tæknistjóra með enga reynslu af starfinu sen knattspyrnustjóra!!!!!
Þetta var ekki skárra þegar þeir létu Lorenzo Serra-Ferrer sem var aðstoðarmaður van Gaals stjórna liðinu. Þessir menn hafa byggt liðið upp þannig að ef Rivaldo á slæman leik, þá spilar liðið illa! menn eins og Kluivert, Overmars, Saviola, Luis Enrique og Gerard geta ekkert þegar Rivaldo nær sér ekki á strik. Rivaldo er að vísu sennilega besti knattspyrnumaður heims en hann er að verða ef hann er ekki orðinn þrítugur. Þeir verða að fara að finna arftaka fyrir Rivaldo eins og Andres D´Alessandro eða Juan Riquelme því Rivaldo verður ekki betri með aldrinum. Það er alveg á hreinu að þetta lið vinnur spánarmeistaratitilinn ef þeir finna bara rétta þjálfarann. Þeir létu líka mesta leiðtoga sinn á síðasta áratug, Josep Guardiola, fara á frjálsri sölu til Brescia. Þetta rugl verður að stoppa því annars tryllumst við Barca stuðningsmenn algjörlega.

Marciano