Nýr og glæsilegur fótboltavefur opnaði síðastliðin mánudag. Líkt og hugi.is er hann forritaður í php/mysql og öll umsjón með honum er veftæk. Og líkt og hugi.is (held ég) er hann gerður af íslenskum puttum :p

Vefurinn er á slóðinni www.worldfootball.org og er rekinn af World Football Foundation, samtökum með höfuðstöðvar hér á landi en meðlimir eru frá Íslandi, Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum.

Á vefnum eru upplýsingar um yfir 4500 lið frá 45 löndum, og upplýsingamagnið eykst statt og stöðugt. Að auki er hægt að skoða vefinn á fjölmörgum tungumálum og fleiri eru að bætast við.

Kíkið við,
www.worldfootball.org
Summum ius summa inuria