Nú hefur Berti Vogts bæst í hóp þeirra sem líklegastir eru til að verða næsti landsliðsþjálfari Englendinga. Vogts hefur sjálfur lýst því yfir að hann sé mjög spenntur fyrir starfinu. Terry Venables er þó enn efstur á blaði veðbanka í bretlandi yfir næsta þjálfara en Berti Vogts fylgir fast á hæla hans.

Mín persónulega skoðun er sú að það yrði stórslys ef annar hvor þessara yrði ráðinn. England þarf á tiltölulega ungum, breskum þjálfara að halda sem yrði óhræddur við að beita ungu og efnilegu mönnunum í mikilvægum landsleikjum!
kv.