Liverpool versla inn ....
Liverpool eru búnir að næla sér í hinn skrautlega portúgalska varnarmann Xavier Abel frá Everton. Hann var með lausann samning eftir tímabilið við Everton og hefði getað farið fyrir ekki neitt. Everton létu hann fara á 250 þúsund pund en kaupverðið gæti farið upp í eina milljón pund eftir því hvað hann spilar marga leiki fyrir félagið. Gerard Houllier lítur fyrst og fremst á Xavier sem varamann fyrir Sami Hyypia og Stephane Henchoz. Hann getur líka spilað á miðjunni. Liverpool urðu að styrkja sig fyrir meistaradeildina enda er staða þeirra ekki vænleg þar því að þeir eru í þriðja sæti í riðlinum með aðeins eitt stig eftir tvo leiki og tvo lið eru með 3 stig. Þeir verða að herða sig ef þeir ætla sér ekki af verða eftir í riðlinum sem væri mjög mikil synd. Ég treysti því alveg að Houllier viti hvað hann er að gera. Hann hefur ekki ennþá gert mistök síðan hann kom til Liverpool nema kannski að selja Fowler en þeir eru með Nicolas Anelka tímabundið í hans stað.