Eric Cantona Fullt nafn: Eric Cantona
Fæddur: 24. maí 1966
Þjóðerni: Franskur
Staða: Framherji
Knattspyrnuferill:
Auxerre 1986-88
Marseille 1988-89 (leigður til Bordeaux um tíma)
Montpellier 1989-90
Marseille 1990-1991
Nimes 1991-1992
Öll þessi lið eru í frakklandi
Leeds 1992 og Manchester United frá nóvember 1992 til maí 1997

Frumraun með aðalliði M.U.:
Á heimavelli gegn Mancheste City í 1. deild, þann 6. desember 1992. Úrslitin í þeim leik voru þannig að United sigraði 2-1

Eftir að Erik Cantona hafði brennt allar brýr að baki sér í Frakklandi sökum hrikalegra skapbresta brá hann sér til Englands og æfði um hríð með Sheffield Wendnesday. Ekkert varð þó að samningi við miðvikudagsliðið og fór hann því næst til Leeds. Þar hljóp hann heldur betur á snærið. Cantona gekk til liðs við Leeds í febrúar 1992 og um vorið hampaði félagið sínum fyrsta englandsmeistaratitli í 18 ár. Varð það eftir mikið kapphlaup við Manchester united sem hafnaði í 2. sæti fyrstu deildar og hafði þá beðið enn lengur eftir þessum eftirsóttu verðlaunum. En Cantona líkaði ekki vistin í herbúðum Leeds þrátt fyrir þessa stórkostlegu byrjun og þegar Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United falaðist eftir honum var leiði frá upphafi greið. Og kaupverðið var hlægilegt!! Frakkinn kostaði “aðeins” eina milljón og 200 þúsund pund á sama tíma og miðlungsleikmenn voru seldir á fjórfalt hærra verði. Þetta var í nóvemberlok 1992.

Manchester United hafði ekki gengið alltof vel í hinni nýstofnuðu úrvalsdeild á keppnistímabilinu til þessa og var jafnframt úr leik í deildarbikarkeppninni og Evrópukeppni félagsliða. Stuðningsmennirnir litu því með lítilli bjartsýni til næsta mánaða. Þarna lengdist þó vendipunkturinn. Cantona kom með sigurformúluna í farteskinu og fyrr en varði þaut M.U. upp stigatöfluna og endaði að lokum í efsta sæti úrvalsdeildar, 10 stigum á undan næsta liði Aston Villa og leiktíðina þar á eftir 1993-1994 endurtóku Rauðu djöflarnir leikinn og gott betur, unnu tvennuna svokölluðu, urðu bæði englands og bikar meistarar.

Cantona var driffjöðurin í liðinu, enda var hann kosinn knattspyrnumaður ársins á Englandi árið 1994. Kom þá fæstum á óvart leikskilningur hans var á heimsmælikvarða ef ekki skörinni ofar og knatttæknin einnig. Enginn á Bretlandseyjum og þótt víðar væri leitað stóð honum jafnfætis í þessum efnum, hvað þá framar.

Þegar hann fær boltan og framkvæmir eitthvað óvænt, sem gerist býsna oft verð

Orð Bobby Charlton, fyrrum knattspyrnustjórna M.U. og stjórnarmanns í félaginu til margra ára segja líklega allt sem til þar: “Cantona er snillingur. Þegar hann fær boltan og framkvæmir eitthvað óvænt, sem gerist býsna oft, verð ég að klípa mig í lærið til að sannfærast um að þetta sé ekki draumur.”