Manchester United hafa boðið Roy Keane hærri laun en David Beckham samkvæmt <a href="http://www.strik.is/dvsport/efni.ehtm?id=260&cat=fréttir%20-%20fótbolti"> DV Sport</a>. Þeir eru að vona að þetta ýti við Beckham til þess að semja, en mig grunar að þetta geti líkað farið svo að Beckham móðgist við þá og finnist hann ekki vera númer eitt og það hvetji hann til þess að fara til einhvers annars stórliðs. Ég myndi taka það þannig ef ég væri hann. David Beckham getur samið við hvaða lið sem er á næsta tímabili og farið í Bosman sölu. Svo er náttúrlega Louis Van Gaal að koma til þess að taka við af Alex Ferguson eftir þetta tímabil þannig að það er ekki víst að hann hafi sömu áherslur og Ferguson þó að það sé líklegt að hann vilji halda Beckham líka. Það verður fróðlegt að sjá hvað verður úr þessu. Ég vona bara að hann fari frá Manchester, því að þeir eru búnir að vinna nóg af dollum undanfarin ár.