
Það eru aðeins tvær vikur síðan John Gregory sagði að hann myndi aldrei hætta hjá félaginu sem hann spilaði hjá sem leikmaður undir stjórn Brian Little. Það hafa verið merki um að aðdáendur Aston Villa hafi verið óhressir með slakt gengi liðsins að undanförnu. Það var fyrir stuttu þá var einn aðdáandi liðsins með spjald sem sagði “Burt með Gregory” en tímasetningin er soldið skrýtin þar sem liðið var búið að vinna tvo leiki í röð eftir að hafa unnið aðeins einn af seinustu þrettán þar á undan. John Gregory var orðinn mjög pirraður á því hversu lítið fjármagn Doug Ellis setti í liðið til þess að styrkja það.