Eiður til Parma?
Það nýjasta á leikmannamarkaðinum er það að mjólkurliðið Parma telur sig vera búinn að finna leikmanninn sem á að laga markaleisið þar á bænum. Leikmaðurinn er Eiður Smári og segjast Parmamenn vera tilbúnir að láta Japanan Nakata í staðinn en hann hefur enganveginn fundið sig síðan hann kom til Parma frá Roma. Spurninginn er hvort Chelsea séu tilbúnir að láta hann fara því hann hefur verið verulega heitur að undanförnu. Nakata er líka stórt ? Enginn efast um hæfileika hans en hann er í eninhverri lægð og spurning hvort hann geti náð sér´uppúr henni, aðvísu held ég að enska deildinn mundi henta Nakata mun betur en sú Ítalska. Svo er það annað, ef Nakata mundi fara til Chelsea þá má alveg reikna með því að Nakata mundi borga sig upp bæði með búningasölu og sjónvarpsútsendingum til Asíu. Einnig þarf að taka tilliti til þess að það er alveg óvíst hvort Eiður vilji fara til Parma því þeir eiga í mikilli fallbaráttu og miklum peningaerfileikum og óvíst hvort þeir ná að halda sér uppi. Þannig að er Eiður til í að yfirgefa Chelsea fyrir lið sem er ´stórt spurningamerki og er Chelsea tilbúnir að láta hann fara fyrir mann sem kemur með meiri peninga til klúbbsins. Þetta kemur allt í ljós á næstu vikum.