
Forráðamenn Manchester United vilja að Ronaldo verði með í kaupunum, möguleiki sem Ítalinir eru tilbúnir að ræða. Það hefur hvorki gengið né rekið í samningsviðræðum milli Peter Kenyons stjórnarformanns Manchester manna og Beckhams.
Áhugi Inter kom í ljós þegar stjórnarformaður þeirra Giuliano Terraneo fór í leynilega heimsókn til Manchester til þess að freista þess að ræða við Beckham og umboðsmann hans. Ef það að missa Ronaldo sem fær u.þ.b. £100,000 á viku myndi þýða að þeir myndu fá Beckham þá eru þeir tilbúnir að fórna því fyrir þennan frábæra knattspyrnusnilling.
Peter Kenyon er hræddur um að Beckham komi til baka eftir heimsmeistarkeppnina með aðeins ár eftir af samningi sínum og aðeins sex mánuðum frá frjálsri sölu ( bosman reglan ). Þá er bara að sjá hvernig þetta fer allt saman. Ég vona að Beckham fari til Inter þar sem það er mitt lið á Ítalíu.